YES og

Hallelúja.
mbl.is Handboltaliðið fer á ÓL í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tek undir með þér, Úlli. Dýrð sé Guði. Mig dreymdi í nótt að ég væri staddur á Spáni og var að horfa á Eið Smára Guðjohnsen spila. Hann sólaði einhver mjög frægan knattspyrnukappa og skoraði.

Mér fannst hans lið hafa unnið og fagnaði mikið. Mjög skrýtinn draumur og ég réð hann þannig að við myndum vinna Svíana í dag. Það gekk eftir! 

Theódór Norðkvist, 1.6.2008 kl. 18:01

2 Smámynd: Mummi Guð

Ég samgleðst handboltaköllunum, en eins og ég er mikill íþróttaáhugamaður, þá hef ég ekki hinn minnsta áhuga á handbolti. Finnst meira að segja meira gaman að horfa á tennis eða blak en handbolta!!

Mummi Guð, 1.6.2008 kl. 21:40

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn.

Fyndin fyrirsögn: Yes og Hallelúja. Þetta var alveg magnað að vinna Svíana og nú eru þeir alveg brjálaðir og talað um að kæra leikinn. Því miður horfði ég ekki á leikinn en finnst virkilega gaman að horfa á handbolta og flestar íþróttir. Ekki box segi nú bara ulla við því.

Það var virkilega fyndið að sjá strákana liggja í gólfinu í faðmlögum eftir leikinn.  Svo auðvita gæti ég farið út í ættfræðina en það var fyndið að sjá frænda minn þetta litla sem ég sá og svo í fréttum. Sá var æstur og svo að sjá hann á hlaupum á eftir til að faðma alla. Hann var svo glaður. Loksins erum við komin í gír með handboltann og vonandi kemst landsliðið okkar í fótboltanum í góðan gír líka. Nóg er til af duglegum knattspyrnumönnum en það er oft þessi hræðsla með nýliðun og svo loksins þegar nýliðun á sér stað er búið að tapast svo mikið. Alltof mikill tíminn búinn að fara til spillist. 

Svo segið þið strákarnir að við stelpurnar höfum ekki áhuga á íþróttum.

Hallelúja. Dýrð sé Guði.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.6.2008 kl. 22:11

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Já þú kemur á óvart Rósa með visku þinni og pælingum,ég allavegana samgleðst landsliðinu og veit að strákarnir eru alsælir og auðvitað er frábært að spila á ÓL fyrir landið sitt.

Þeir eru vel að þessu komnir og hver veit kannski verður þetta keppnin sem allt smellur hjá þeim piltum.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 1.6.2008 kl. 22:59

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn. Þegar ég var barn þá var ég oft að fylgjast með bræðrum mínum og nágrönnum í fótbolta. Oft endaði leikurinn með slagsmálum og einhver af þessum strákum fór grenjandi heim. Ég varð alveg skíthrædd - skelkuð þegar þeir voru að slást. Það voru sko engin vettlingatök þar, heldur var hressilega tekist á.   

Úff, stundum hélt ég að ég myndi drepast úr hræðslu 

Þessir strákar náðu mjög langt í fótboltanum og meira að segja lentu þeir í að keppa við sjálfa Skagamenn í bikarleik. Ég vil ekkert rifja upp úrslit.  En bekkjabróðir minn náði að negla í markið hjá þeim og það verður nú að teljast prik fyrir hann og kannski verður minnst á þetta afrek í minningargrein um hann.  Þeir aftur á móti feiluðu og það varð engin nýliðun því þeir heldu að þeir gætu séð um þetta sjálfir þangað til þeir færu á elliheimili og þess vegna fellum við úr 2 deild. Um tíma vorum við með besta liðið hér á Austurlandi.

En Guðmundur landsliðsforinginn okkar var flottur. Við erum þremenningar og það í móðurætt svo ég get glatt þig að hann á ættir sínar að rekja úr Ísafjarðardjúpi. Ekki slæmt það.

Guð gefi þér góðan dag.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.6.2008 kl. 08:15

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

ég er algjörlega frelsaður frá öllum áhuga á öllum keppnum af hvaða tagi sem er. Þó ég þurfi að vera einn um þessa afstöðu mína. Allar keppnir eru ekki endilega sport. "Sterakeppnina" í Kína ætla ég ekki að horfa á heldur.

Svíar eru tapsárir og öfundsjúkir í eðli sínu. Búið í Svíþjóð í 20 ár og veit um þennan "kúltúr" þeirra. Vil ekkert vera viðriðin keppnir af neinu tagi og tel að það sé komið af hinu vonda..hvað svo sem keppnin heitir..og í hvaða landi sem er..

Óskar Arnórsson, 3.6.2008 kl. 01:25

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Óskar minn.

Aftur á móti finnst mér mjög skemmtilegt að horfa á handbolta en stundum þegar íslensku strákunum gegnur illa þá forða ég mér stundum út úr stofunni. Eins þegar ég er að horfa á skautadans sem er svo falleg og glæsileg íþrótt þá líður mér svo illa þegar fólkið er að detta. Þvílík vonbrigði því þau hafa lagt sig svo mikið fram.

Mjög skemmtilegt að horfa á íþróttir, handbolta, fótbolta, körfubolta, skemmtilegar allar vetraríþróttirnar, margar nýjungar, skemmtilegt að horfa á skíðastökk. Gaman að sjá torfæruakstur og ég gæti talið upp helling í viðbót. En við erum öll ólík og það væri nú ekkert fjör ef við værum öll steypt í sama formið.

Sæll Úlli minn. Gaman hjá þér þegar þú kemur heim úr vinnu og sérð að búið er að blaðra á síðunni þinni.

Vonandi er frábært veður hjá ykkur núna. Hér er súld og þoka en í gær var alveg frábært veður. Ég fór út að slá um sexleytið í gær og veðrið minnti mig á yndislegan stað sem ég hef farið á í denn.

Guðs blessun/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.6.2008 kl. 09:40

8 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Svo er auðvitað annað gott í gangi gott fólk,eins og flestir vita þá er Evrópukeppnin í fótbolta að fara byrja,eftir nokkra daga í Austurríki og Sviss.

Það mun Úlfurinn styðja sína menn Portúgal,og næst á eftir þjóðverja en mar veit aldrei hvað gerist og ég mun fylgjast vel með eftir bestu getu.Eins og þið vitið vinn ég mikið og verð bara að fylgjast með í útvarpi og samantakt að kveldi.

Ég þakka ykkur öllum innlitið og ykkar innlegg guð ykkur geymi.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 3.6.2008 kl. 19:46

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

..kannski vitleysa að nota orðið "frelsaður" enn ég er raunverulega á móti allri keppni manna á meðal, og það er virkilega heilagt fyrir mér..Þú Úlfar! Ég verð bara að treysta því að þú skiljir hvað ég er að tala um, því annars er fokið í flest skjól...

Óskar Arnórsson, 4.6.2008 kl. 00:35

10 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég skil þig vel Óskar,þessi metingur manna á millum hefur ekkert alltaf verið til góðs.En ef ekki væru þessar keppnir hvað ætti maður þá að dunda sér við,það er nú ekki svo mikið fjör að vinna éta og bara sofa.

Kannski stunda meiri heimaleikfimi .

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 4.6.2008 kl. 07:14

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er til svo mikið af fallegum og skemmtilegum hlutum í heiminum Ulli! Það er bara ekki tala ð um það í fjölmiðlum. Því miður!

ég hef elt æfintýri um allan heim, séð keppnir upp á líf og dauða i Asíu. Opinberar! ég sá 3 besta Thaiboxara drepa Ameríkumeistara í taiboxi á 3 mínutum. Hann var a.m.k.hausnum minni enn amerikanin.

þeesii keppni hafði þau áhrif á mig að ég fékk algjöra andsyggð á öllu sem heitit keppni, sem er bara ofbeldi með reglum eða ofbeldi undir rós.

Evrópubúar eru ekkert að fatta þetta með keppnir. Vandamál með fótboltabullur í Englandi sem nota stemningu kaqppleukja til að afsaka ofbeldi sitt. ég sé ofbeldi í næstum öllum keppnum þó ég sé ekkert að fara fram á að hafa rétt fyrir mér í einueða neinu Úlli!..ef fjölmiðlar myndu segja frá öllum fallegum hlutum sem til eru í heiminu, í stað þess að tuða á grimmdarverkum og náttúruhamförum..myndi kannski mannskeppnunni líða betur.

Aldrei hef ég hitt Asíubúa sem kannast við Hitler eða seinni heimstyrjöldinna! Enda ekkert kent um það í skólum. Þeir eiga sí eigin stríð sem eru svo margfalt stærri og miklu fleiri dóu. Hvað eru margir sem vita af þessu. Hvaða heimstyrjöld er verið að tala um? Stærsti hluti heimsins er ekki búin að frétta af 2 stk. heimstyrjöldum??? Hvers vegna? Jú, Evrópa og USA telur sig vera allur heimurinn og þess vegna eru allar þessar ranghugmyndir til staðar..

Það eru ca. 100 stríð í gangi, smá og stór í dag, hvað vita íslendingar um þau? Næstum ekki neitt! Það eru alvarlegar keppnir í gangi um allan heim, og þess vegna fordæmi ég allt ofbeldi, þó það gangi undir nafninu "keppni".. 

Óskar Arnórsson, 4.6.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband