Færsluflokkur: Bloggar

Mín óskaúrslit eru

Man U-Portsmouth =2

West Ham-Liverpool=1

Chelsea-Reading=2

Everton-Tottenham=2

Derby-Man City=2

En auðvitað er af og frá að þessi úrslit komi upp,en mar má alltaf vona hehehe góðar stundir Úlli.


mbl.is Ronaldo skaut United í toppsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytingar á háttum mínum.

Kæru Bloggvinir og aðrir sem hingað hafa komið við á för sinni um bloggheima.Það munu verða breyttir tímar hjá mér nú á næstunni,og fyrir vikið mun ekki verða mikið um færslur frá mér hér á næstunni,ég hef verið færður til í starfi innan fyrirtækis þess er ég vinn fyrir.Reyndar er ég staðsettur á sama viðverustað en gegni öðru hlutverki sem kallar á meiri ábyrgð,svo segja má að ég hafi fengið stöðuhækkun og hver veit kannski líka hærra kaup heheheh.

En svona án gríns þá auðvitað krefst þetta meira af mér og sennilega lengri viðveru í vinnu og allt sem því fylgir að taka slíka stöðu.Ég reyni nú samt að kommenta svona við og við hjá mínum félögum og reyni að halda sambandi eins og frekast verður unnt.

Megi allar góðar vættir vera með ykkur kveðja Úlli.


Auðvitað enda það eina í stöðunni

að gera,hin mikla spurnig er síðan sú hvað verður næsta vaxtaákvörðunardag Seðlabanka Íslands gert.

Ég bíð allavegana spenntur lifið heil Úlli.


mbl.is Vextir lækkaðir um 0,75% í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef gefið á bátinn

að horfa meir á þennann leik á mót Frökkum.Einhvernveginn hafa strákarnir okkar í huga mínum orðið að stelpunum okkar,bara hörmung og ekkert annað orð á ég til.
mbl.is EM: Níu marka tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af mér að frétta

er þetta helst,ég er kannski ekki uppá mitt besta að blogga þessa dagana og það er auðvitað bara hið besta mál.

Ég hef vegna vinnu ekki haft mikinn tíma fyrir hobby og þessháttar undanfarið,þarf að fara að komast í klippingu svo eitthvað sé nú nefnt.En góðu fréttirnar eru að það sér fyrir endan á þessu basli okkar og við förum að framleiða nú næstu daga,ég verð að viðurkenna að þetta hefur verið mér góður skóli og við höfum þurft að bretta upp ermar og taka á undanfarið.

En fyrir vikið gefst ekki mikill tími fyrir sjálfan sig og ég hef dregist aðeins afturúr í mannrækt minni,og margir brestir mínir hafa sótt mig heim og þráðurinn hefur styðst svolítið.Ég geri mér vel grein fyrir hvar ég er staddur og verð þessvegna bara að laga sjálfið ögn og halda mínu striki,enda no pain no gain eins og máltakið segir.

Þegar allt er komið í röð og reglu þá verður þetta æðislegt og ferlið mjög fullkomið,framleiðslan verður þannig úr garði gerð að við vinnum eftir strikamerkjakerfi og hvert stykki mun hafa sína merkingu,og fer frá hverri vélinni af annari og vélbúnaður vinnur eftir þessu kerfi og mest okkar vinna að stilla af vélar og mata.

Auðvitað þarf jú að koma þessum forritum að fyrst véla og tölva á millum og skrifa kóðana,en ég ætla mér svo sem ekkert að lýsa þessu neitt í smáatriðum.Mig langaði samt að leyfa ykkur að fá smá innsýn í hvað ég er að sýsla.

Í dag ætla ég að slappa af og taka til,moka snjó og sinna heimilinu og mér.Þetta eru svona hlutir sem hafa þurft að sita á hakanum undan farið,og ef ég moka nú ekki innkeyrsluna fljótlega mun bara flæða allt í bílskúrinn þegar hlána fer.

Ég bið ykkur öllum guðsblessunar og góðra stunda.


Jæja Stúlkur í kvöld

mun ég smella mér í bæinn ekki að það sé eitthva merkilegt en með í för verða 2 Ítalskir einstæðir karlmenn,nei svo án gríns þá hafa verið Ítalskir sérfræðingar hjá okkur í vinnu minni undanfarið og ég ætla að reyna gleðja þá smá í kvöld því annar fer heim til Ítalíu á Sunnudag.

Reyndar vinnum við á morgun en það verður víst ekki á allt kosið og það er ekki hægt að láta þennann sem fer heim á Sunnudag eftir 12 daga dvöl,ekki komast eitt kveld í smá glens í bæinn og sjá hvernig við skemmtum okkur hérna á klakanum góða.

Ég læt þetta duga að sinni lifið heil og megi guð ykkur geyma kveðja Úlli.


Glæsileg úrslit í dag.

Nú er orðin spenna í deildinni með sæti 4-5 eins og staðan er núna eru 4 lið komin með 39 stig,reyndar á Liverpool leik til góða mig minnir á móti West Ham og gaman væri bara að Hamrarnir bara tæku þann leik.Man City,Liverpool,Everton og mínir menn Aston Villa þá öll jöfn.

Mar fer bara jafnvel að getað gert sér draum um að  lið mitt komist í alvöru Evrópukeppnir ef svona heldur áfram go Villa go.


mbl.is Birmingham náði stigi á Emirates
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guði sé lof að það er

komin helgi.Usss ég er bara pirraður núna búinn að standa í ströngu í vinnunni þessa vikuna,síðan kem ég heim og fer inná heimabankann minn allt í góðu með það.Nú til að gera langa sögu stutta skipti ég um trygginga félag varðandi tryggingar þessa árs og flutti mig til,sé ég síðan ekki á reikningasíðunni að ég skuldi 1/2 2008 ökutækistryggingu reyndar tvær og sú fyrri hljóðar uppá 511 þúsund og eitthvað og hin uppá 49 þúsund og eitthvað samtals tæp 561.000 íslenskar krónur og það eina sem er á gjalddaga nú í Feb hjá mér er mótorhjólið mitt.

 

Fyrr má nú vera reikningur fyrir að fá að hjóla svona 10 daga á ári sem eitthvað veður er til,og síðan varðandi þetta félag sem reikning sendir er það einmitt félagið sem ég sagði upp.Eins gott að ég er ekki með allt í greiðsluþjónustu og kannski heiladauður á Landspítala þá yrði þetta greitt með bros á vör og engar spurningar spurðar,mætti halda að íslensk tryggingafélög séu hreinlega að reyna að moka inn áður en þau fara á hausinn.Mín ráð til allra farið yfir hvern einasta reikning sem þið og greiðið og ef þið skiljið ekki hvað er verið að rukka fyrir þá eigið þið heimtingu á að vita hvað þessi reikningur eigi að þýða og fyrir hverju.

Megi guð ykkur geyma og lifið heil kveðja Úlli.


Röddin brast

þegar Hillary talaði um landið sitt og framtíð barnanna,og hversu erfitt þetta er að rembast svona að komast aftur í hvíta húsið.

Ég segi bara shit hver segir að Hillary sé hæfasta manneskja í stöðu Forseta Bandaríkjanna,ég held og tel að Obama vinni nú bara tilnefningu Demókrata og verði þar með fyrsti Blökkumaður í Forsetastól,það mun sennilega gerast áður en kona kemst að og ég vona nú svo sannlega að hún fái ekki fullt af atkvæðum vegna meðaumkunnar vegna þess að hún grét svo sárt.


mbl.is Clinton beygði af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Usssss ekki minn dagur.

Var að klára að horfa á leik Aston Villa og Man U og þó mínir menn væru miklu betri lengst af leik,þá dugar það ekki menn verða bara að klára 90 min og halda haus.Svo heyri ég í símann um leið og Ronaldo skorar að Njarðvík hafi tapað fyrir Snæfelli,jæja svona er lífið u win some and u lose some.

Annars hef ég verið latur í dag og mest bara slappað af,og leikið mér við kisurnar á heimilinu.Kettlingarnir eru hættir að vilja vera í bala sínum og ég kemst ekki orðið fyrir á sjónvarpssófanum nema í kuðung með kisunum,kettlingarnir eru reyndar komnir á skemmtilegan aldur og farnir að skoða allt um og leika.Ég er þessa daga að rembast við að kenna þeim á kassann og þeir eru að byrja að borða smá,svo nú fer að koma tími að losna við eins og allavegana 2.

Það hefur verið nóg að gera undanfarið og nú sér fyrir rest að undirbúning í vinnunni og vélar settar upp,það koma menn að utan á þriðjudag og auðvitað hlakkar mig til,ég verð eins og lítill drengur í dótabúð þegar kemur að iðnarvélum og þessháttar dóti.Við stefnum enn á að vera búnir að gangsetja um 15.jan svo nú dugar ekkert annað en að bretta upp ermar og taka á málum,I love it þið fyrirgefið að ég sletti svona ég hef bara alltaf gert þetta og vil ekkert breyta því eitt eða neitt.

Svo er annað ég þarf að hætta að blóta svona eins og ég geri og hef gert lengi,þetta auðvitað fer mér ekkert vel,ég líka þessi ljúfi drengur sem síðan er með svona munnsöfnuð það á bara ekki við núorðið.Ég er búinn að vera eitthvað tómur í að blogga undanfarið og þessvegna hefur lítið frá mér komið,það er kannski bara ágætt ég er þá ekkert að standa í stórræðum neitt og orðaskiptum um eitthvað sem skiptir ekki öllu máli.

Mér líður jú bara ágætlega á sálinni og hví þá að vera eitthvað að garfast í öðru en að leyfa sér bara að líða vel,læt þetta duga að sinni og megi guð ykkur geyma og vissulega fylgja hvert fótmál í Jesú nafni Amen.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband