Færsluflokkur: Bloggar
4.4.2008 | 08:53
Ekki að undra
Nylon eykur sölu á sokkabuxum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.4.2008 | 12:13
Það munar sko um minna
Áætlaður kostnaður við Helguvík 60-70 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2008 | 20:23
Greiningadeild Úlfars
getur sér til að að Krónan og hlutabréfin munu hækka fram að helgi,sem jú er alveg til bóta.
Úlfar greiningaforstjóri hinnar sérlunduðu greiningadeildar telur að seinnipart föstudags hafi krónan styrkst um nær 3 % til viðbótar og Úrvalsvísitala markaðar okkar um nær 4 % og þar með kemur þessi vika út í smá plús.
Mín ráð eru enn að borga niður höfuðstól og minnka neyslu því geymdur er græddur eyrir og sé honum lagt til mun á endanum enginn þurfa að hafa háan yfirdrátt.Lifið heil Úlli.
Krónan styrktist um 2,52% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2008 | 09:01
Þar höfum við það
að það mun vera ástand víðar en bara á Íslandi,svo nú er bara að snúa vörn í sókn og tefla djarft því sjóðir Bankanna hér eru langt frá því að vera eitthvað slæmir.
Slæmar fréttir af evrópskum bönkum í morgunsárið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.3.2008 | 22:20
Ekki ásættanlegt
það er bara skömm af þessu,ég geri bara meiri kröfur á Njarðvík en að vera slengnir út 2-0 í fyrsta einvígi úrslitakeppninnar.
Svo má minna á að það kom ekki einn bikar í hús þetta árið.Þetta eru mikil vonbrygði og ég langt frá því að finnast þetta bara vera eitthvað ok mál.
Sem sagt the season is over hjá mér.
Snæfell áfram, Njarðvík úr leik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.3.2008 | 10:19
Rimma dagsins.
Rimma dagsins verður tileinkuð mínum mönnum í UMFN körfu,í dag er fyrsta viðureign Njarvíkur og Snæfells,þetta eru liðin sem enduðu í deild í 4-5 sæti svo munurinn milli getu þeirra er nánast engin.
Sem betur fer urðu mínir menn í 4 sæti sem gefur þeim heimleikjarétt komi til fleirri en 2 viðureigna og auðvitað er alltaf betra að spila á heimavelli.
Keppnin er hafin og Keflavík og Grindavík unnu bæði sínar viðureignir í gær og gaman væri auðvitað að Njarðvík kláraði sitt í dag þá stæðu suðurnesin vel að vigi.
Spá mín er fyrir daginn Njarvík vinnur Snæfell og KR klárar ÍR og von mín er að eftir þessar fyrstu viðureignir standi Kefnavík KR Grindavík og Njarðvík eftir og þá koma sko alvöru rimmur í gang.
Nóg að sinni lifið heil kveðja Úlli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.3.2008 | 19:16
Græðgi
Sex milljónir dala fyrir myndir af tvíburum Lopez | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2008 | 13:41
Þar er vaxtahækkun gærdagsins að mestu horfin
og eftir situm við með ljómandi fína 15 % stýrivexti og allir kátir eða þannig.Ég veit ekki hvort ég eigi eitthvað mikið að vera vesenast í þessum fjármálafærslum lengur.
Látum bara koma það sem koma vill,og auðvitað kom ég nakinn í þennan heim og geri ráð fyrir að yfirgefan líka sem slíkur.Eigið náðuga daga kveðja Úlli.
Krónan veikist en Úrvalsvísitalan hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.3.2008 | 22:22
Greiningadeild Úlfars.
Komið sæl og blessuð,ég ætlaði ekkert að gera greiningu svona strax eftir heimkomu.
En ég kemst ekki hjá því að gefa ykkur innskot á sýn mína og greiningu,á morgun þriðjudag eftir páska mun ég bjóða uppá Rússibanaferð í heimi fjármála á Íslandi.Það er oft sagt að fjármál taki aldrei frí og sennilega sannast það með morgundeginum.
Ég tel marga muni svitna og hinar frægu greiningadeildir bankanna nötra,því veður eru válind og margt er spá og spekulerað,en valdið er fárra og þeirra að taka.
Bæði hlutabréf og gjaldeyrir mun þeytast fram og aftur með morgundeginum,en ég sé glitta í smá ró um komandi helgi,svo er annað og hagur minn sem neytandi verður ekki beisinn.
Lifið heil og munum það sem fer niður kemur upp aftur og það er fer upp hlýtur að koma niður.
Kveðja Greiningaforstjórinn Úlfar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.3.2008 | 07:28
Óska öllum nær og fjær
Gleðilegra Páska,ég verð ekkert viðlátinn hér á blogginu yfir hátíðina.
Í dag mun ég fljúga með góðum vin til Dublin og þar ætla ég að eiga náðuga daga,slappa af og njóta góðs matar og vonandi kemst ég í einhver söfn og skoða falleg útsýni hvort heldur sé í náttúru eður arkitektúr.
En svona að mestu að kýla á vömbina ekki veitir af,ég er alltaf að rembast við að fita sem ekkert gengur.Já ég er þessi týpa sem er alltaf á skjön við flest fólk.
Sem sagt kæru vinir og vandamenn guð gefi ykkur yndislega páska,kveðja Úlli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)