Færsluflokkur: Bloggar

Greiningadeild Úlla

spáir að á morgun 19/3 muni hlutabréf og úrvalsvísitalan hækka lítillega,en ekki samkvæmt væntingum vegna áhugaleysis og páskafrís.

Aftur á móti mun krónan styrkjast um einhver 2-3 prósent og er það vel,það kemur til að mestu vegna lækkunnar stýrivaxta í Bandaríkjunum um 0,75% töluvert já svo er víst.Samt sem áður telur Davíð að stefna sín og félaga sé hárrétt og að sennilega sé ekki ástæða til lækkunnar hérlendis,enda ber hann hag neytandans ávallt fyrir brjósti og húrra fyrir því eða þannig.

Við sjáum hvað setur með morgundaginn kannski bara klikka ég feitt,eða sækji svo um nýtt starf eftir páska í spádeildunum góðu.Hver veit?

Lifið heil kveðja Úlli.


mbl.is Evrópsk hlutabréf hækkuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En ekki hvað

Geir eins og ég sé þetta þá ætlar þessi ríkisstjórn ekki að gera neitt,Punktur það er alveg sama um hvað er rætt það verða engar lausnir neinstaðar frá þessari blessaðri Stjórn okkar.

Ég legg nú bara til í sparnaði að loka þessari bullu bara alveg,og spara hellings pening sem væri hægt að nota í alvöru verkefni.


mbl.is Engar aðgerðir fyrirhugaðar vegna gengisfalls krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er að velta fyrir hvort

ég eigi nokkuð að vera að hafa fyrir að mæta eitthvað til vinnu á morgun.

Málið er auðvitað þetta því meir sem ég reikna dæmið til enda,þá betur sé ég að þetta er að mestu til ónýtis það er sama hversu ég muni basla ef þjóðarskútan verður áfram rekinn á þessum nótum.

Þá fæ ég alltaf sömu útkomu,bara hvort ég verði eignalaus 2009 eða 2011 í mesta lagi sem ég næði að halda út.

Svo svona í sannleika sagt afhverju ekki bara að losa allt núna,og koma sér til heitari lands og bara finna sér eitthvað létt og leikandi að gera vinna bara sirka 36 tíma á viku,og njóta þess að lifa lífinu.Nú eru allir skekingar á fullu að réttlæta og segja ástandið svona og svona,en sannleikurinn er auðvitað þeir vita ekki baun hvað er framundan fremur en ég geri.

En auðvitað vill ég búa þar og börn mín eru og ég hef savo sem byrjað uppá nýtt nokkrum sinnum svo kannski er engu að kvíða bara taka í bossann sinn og minnka útgjöld og lifa nægusamur.

Því mun ég enda á spakmæli dagsins sem hljóðar svo.Þú verður ekki rík(ur) á háum launum heldur lágum útgjöldum.

En munið eitt þetta eru og verða mínar vangaveltur lifið heil kveðja Úlli.


Stolt siglir fleygið

hvernig væri að við færum að fatta málið,og taka á þessu dæmi.Krónan er ónýt og við verðum að gera eitthvað áður en það bara verður of seint, og við tekin uppí skuld.
mbl.is Gengi krónunnar lækkar um 5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði kemur seint austur

og svo höfum við Íslendingar náð svaka fínum fríverslunarsamningum við Kínverja,man ekki betur en að forseti vor Ólafur hafi verið stoltur eftir ferð sína til Kína.

Svo er eitt sem ég aldrei hef skilið og það er þessi blessaði andlegi leiðtogi Tíbeta Dalai Lama,hann er búinn að vera í útlegð á Indlandi í meira en 50 ár.Ég get ekki séð að hann sé að gera mikið gagn fyrir þjóð sína þó hann hafi jú fengið friðarverðlaun Nobels.Mér finnst þetta meira vera heigulsháttur og gunguskapur,ég veit allavegana eitt að ef ráðist verði einhverntíma á mitt land mun ég berjast eins og sönnun karlmanni sæmir,eða konu sæmir þær eru margar trúar sínu og tilbúnar að verja sitt. 


mbl.is Fréttir um marga látna í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og svo tala menn endalaust um

Kaupmáttaraukningu.Ég hlýt að vera eitthvað snar en ég er bara ekki að sjá neitt í okkar samfélagi nema skuldaaukningu á allaboga og eigir mínar verða verðminni og bráðum skulda ég eins og þið flest meira en ég á.

Sem verður til að ég hugsi hmmmmmmm og ég sem vinn einhverja lengstu vinnuviku í heimi,og get ekki séð að ég sé eitthvað að leyfa mér neinn munaðar lifnað.Og niðurstaða dagsins er á þessa leið farið hefur fé betur.

Lifið heil kær kveðja Úlli. 


mbl.is Spáir mikilli verðbólgu í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikir kveldsins.

Komið enn sæl og blessuð jæja þá,nú er verið að leika í minni uppáhaldsíþrótt í kvöld sem er körfubolti.

Nema hvað mínir menn sækja Fjölni heim í kvöld,og ekkert nema sigur Njarðvíkur kemur til greina.Enda munum við fá Grindvíkinga heim í okkar síðasta leik í deildinni,áður en úrslitakeppnin byrjar og héðan í frá getur stefnan bara verið 4 sæti og því þarf sigur í báðum þessum leikjum.

Vonandi tapa bara snæfellingar í kveld og við klárum okkar,þá erum við nokkuð nærri lagi.


Greiningadeild Úlfars

Ég les mikið þessar blessaðar fréttir af krónu vorri þessa dagana,og ég verð að viðurkenna að sjaldnast er ég sammála þessum háu herrum í greiningardeildum bankanna.

Ég geri mér að vísu alveg ljóst grein fyrir því að nú er verið að handstýra ýmsu og margar leiðir notaðar,ég ætla ekkert að sinni að skrifa of mikið mál um rökin mín.Þá yrði þessi grein löng og leiðileg eins og peningamálefni verða oft,og kannski er það gallinn það nennir enginn að hlusta á endaleysu um sama dæmið reiknað á 1000 mismunandi vísu.Og allir hafa síðan rétt fyrir sér miðað við sinn útreikning.

Greiningadeild Úlli segir það hreint út það eru versnandi tímar framundan og besta ráðið er að taka ekki neyslulán nema brýna nauðsyn beri að.Byrjið strax að leggja fyrir og græddur er geymdur eyrir.

Lifið heil Úlli.


mbl.is Krónan heldur áfram að veikjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jahá þessi leikur Villa verður

að vinnast,því Everton og Liverpool eru farin að fjarlægast í baráttunni um 4 sætið góða,Síðan er þetta auðvitað heimaleikur á Villa park og um helgina er erfið viðureign við Portsmouth á útivelli.

Eins og flestir vita hafa Hermann og félagar verið að gera það flott undanfarið,en það er engin íslendingaást frá minni hálfu þegar kemur að mínum mönnum í Aston Villa,ég get skipt um konur félaga og hvað eina en tvennt mun ávallt fylgja mér og það er Villa og minn guð Jesú.

Lifið heil og góðar stundir.


mbl.is Hermann skoraði í sigri Portsmouth - Lampard með fjögur fyrir Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og ég hef alltaf vitað

þá stjórnar konan að mestu kynlífinu,sem sagt ef karlar eru duglegir að hjálpa þá kannski er sjens að fá eitthvað í staðin.

Svo er til annað ráð fyrir karla og það er að segja konu sinni að nú sé að harna í dalnum,og minnka þurfi útgjöld og hún verði að komast af með minna,og hver veit nema svar hennar við slíku sé að ................Best að láta þetta duga,ég verð jarðaður hvort eð er.kveðja Úlli.


mbl.is Fleiri húsverk - meira kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband